18.1.2007 | 17:33
Meiri snjó meiri snjó meiri snjó??
Það kafsnjóaði hérna í nótt meðan bæjarbúar sváfu á sínu græna. En vegna gífurlegra skipulagshæfileika minna tókst mér samt að skila öllum af mér á réttum tíma á sína staði áður en ég mætti sjálf tímanlega til vinnu. Það tók mig ekki nema kortér að skafa bílinn undan þremur tonnum af snjó en aumingja litli-Karl hélt að ég ætlaði að skilja þau eftir í forstofunni. Hann skilur ekki að suma hluti þarf að gera án hans hjálpar. Og eftir vinnu fórum við út að leika okkur í snjónum því mig var búið að langa það síðan í morgun. Það tók smá tíma fyrir litla snjókarlinn minn að jafna sig á því að mamma hans lét eins og belja að vori. Læt nokkrar myndir fylgja frásögninni...
Athugasemdir
Hæ sæta
Gaman að sjá hvað það er mikil snjó hjá ykkur...
Sakna austurlands við að sjá svona mikin snjó....
Bestu kv lena og co
www.skjolbraut.tk
Lena (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.