Í eldhúsinu...

Ég hef verið með tilraunastarfsemi á vinnustaðnum að undanförnu. Ekki þar með misskilja mig og halda að ég sé að byrla blessuðum elliheimilispoppurunum einhverjum óþverra heldur er ég að prufa nýjar uppskriftir. Með misjöfnum árangri þó og viðbrögðum. Um daginn þegar ég eldaði lax í BBQ sósu og rjóma voru langflestir ánægðir með árangurinn en ég fékk samt eitt "Ojbjakk, þetta borða ég ekki" svar. Í dag bakaði ég vínarbrauð með rabbabarasultu í miðjunni, hef að vísu oft gert það áður en þessi uppskrift var frábrugðin minni eigin. Tek ég því sem hrósi að ekki var eftir neinn afgangur þegar ég tók saman diskana. En mér fannst það vont.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband