Kóngsins Köbenhavn...

Eins og flestir hafa lesið er ég orðin fimm ára edrú og til að halda upp á það ætla ég að detta í það, spaug! En ég ætla samt að fara á fornar slóðir og athuga hvort Köben sé eins skítug og köld og mig minnir. Ég er að fara til Kidda bró (sem hefur ekki bloggað síðan í byrjun desember með þá ömurlegu afsökun að hann sé svoddan bissý leidý) og ég ætla að fá hann til að klippa mig og lita og plokka, semsagt ég er að fara til Danmerkur í klippingu. En ég hlakka voðalega mikið til að fara til útlanda því það eru heil fjögur ár síðan ég fór seinast og þá fór ég í helgarferð til Glasgow með vinnunni hans Jónsa. En seinasta ferð mín til Danmerkur, þó maður eigi ekki að minnast neyslunnar með glimmermyndum, var skrautleg í minnsta lagi. Ég á víst að hafa stungið upp á því til að byrja með að fara til Köben þó ég muni ekkert eftir því. Og það á víst að hafa verið mín hugmynd líka að kaupa bara one-way-ticket þó mér finnist það í hæsta lagi ólíklegt. Mig rámar nú samt í það að hafa keypt miðana í Kringlunni? En á leiðinni út á flugvöll var ástandið á mér orðið þannig að mér fannst Helgi félagi minn, síðhært rauðhært gerpi með krullur, sem sat frammí líkjast Cousin It úr Adamsfjölskyldunni og velti því fyrir mér hvar við hefðum kippt honum með okkur. Nema hvað ég man síðan ekkert eftir flugvellinum, fríhöfninni né flugferðinni sjálfri. Þegar út kom af Kastrup, sem ég einhvern veginn var alveg handviss um að væri Akureyrarflugvöllur, báðu strákarnir mig um að setjast í framsætið á leigubílnum og biðja hann að keyra til Kristjaníu. Glórulaus settist ég og bað manninn um það og hann játti bara og ók af stað. Ég varð steinhissa og sneri mér við og sagði við strákana; Hver í andsk**** er Kristjanía og af hverju veit hann hvar hún á heima??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega alveg rétt að það á ekker að minnast neyslu svona, að þá getur óneitanlega komið einstaka minningar sem að er hægt að minnast á skemmtilegan hátt líkt og þessi. Æ vona að þú fattir hvað ég er að meina.

Kveðja frá Nobbó.

Maria Lind. 

Maria Lind (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 20:36

2 identicon

Hlakka til að sjá þig á miðvikudaginn beib!

Anna Margrét (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:50

3 identicon

Sko, þetta er nú samt svolítið skondin sagan um Kaupen/Akureyri:)  þó svo menn hafi nú verið töluvert út úr kú, eins og kjéllan sagði:)

En ferlega góða ferð til Kaupen elskan og ógeðslega góða skemmtun, tekur kannski aðeins betur eftir hvað er í Kaupen núna en síðast ( athugaðu hvort hún er eitthvað stærri en Akureyri og´gætir reynt að finna út hvar Kristjania á heima:)  og mundu eftir að reyna að finna eitthvað handa mér þarna:) 

( þú veist, eitthvern ferlega sætan og stilltan dana:) sem lætur vel að stjórn )

 BH góði nemandinn þinn...

Badda besti neminn þinn :) (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband