Húsmæðraorlofið. Part two.

Þegar ég var búin að máta allar flíkurnar sem ég hafði fest kaup á var næsta skref að ákveða í hverju skyldi fara. Þegar maður á svona mikið af flottum fötum er valkvíði orð sem öðlast dýpri skilning en áður. En við komumst nú í gegnum það og ég var að mínu eigin mati, og Kidda náttúrulega líka, ógessla töff.

Við tókum taxa á franska veitingarstaðinn og ég sneri að sjálfsögðu sjálfa mig úr hálslið nokkrum sinnum á leiðinni að skoða borgina út um bílrúðuna. Þegar á veitingarstaðinn kom og við vorum búin að fá sæti tók ég eftir að á flísalagða veggnum við hliðina á okkur voru nokkur göt í flísunum og þar sem ég er nú forvitin að eðlisfari spurði ég Kidda hvað málið væri og hann laug því að mér að það hefði verið skotárás þarna um daginn. Meðan hræðsluhrollurinn skreið upp bakið sprakk hann úr hlátri og viðurkenndi að hafa logið að mér. Mér var ekki skemmt. Hvað á ég að vita, komandi alla leið frá sjávarþorpinu á Íslandi, hvað getur gerst í Köben... Og ég minni á fréttina af höfði sem fannst án líkama ekki fyrir svo löngu síðan í þessari sömu borg og ég var stödd í. Okkur var færður forréttur sem samanstóð af einhvurslags pie með brokkólí og beikoni, sem var ágæt, og þorskskúmm, sem var ógeð, og sniglum. Í aðalrétt fengum við nautakjöt með lauk og sveppum og rauðvínssósu, sem var voða gott. Í eftirrétt fengum við ís og eplapie, sem bragðaðist eins og Kókópöffs saman og ananasrjóma og ferskan ananas. Það sem ég er nú móðir stakk það mig svolítið að heyra barnsgrát allt í einu. Það var svo óvænt að heyra barnsgrát á veitingarhúsinu um hálfellefu að kvöldi til að ég trúði því ekki fyrr en ég sá móður ganga þarna með barn á handlegg. Eftir að ég og Kiddi vorum búin að hneykslast á því í smástund að vera draga barn með sér á veitingarhús á þessum tíma sólarhrings ákváðum við að hitta vini hans á bar þarna nálægt.

Kiddi var samt ekkert viss um að ég myndi höndla það að vera á bar þannig að hann endurtók það nú nokkrum sinnum að ef mér þætti þetta óþæginlegt færum við heim. En ég höndlaði það að vera stödd á bar bara nokkuð vel. Ég skemmti mér rosalega vel bara og ekki versnaði það nú þegar Bjöggi klikkhaus mætti á svæðið. Hann er stórlega skemmtileg týpa og það er ekki hægt að láta sér leiðast þegar hann er nálægt... Hann sagði mér frá æðislega kvikmyndahandritinu sínu sem hann vonast til að koma á tjaldið von bráðar og ég veinaði úr hlátri allan tíman sem hann talaði um hommauppvakningana í silfurbuxunum og buffalóskónum og aðferðir þeirra til að smita allan heiminn af sjúkdómnum ólæknandi Hómó Sexjúal. Ég held meira að segja að ég hafi pissað pínu í mig af hlátri. Það var nú samt reynt við mig á þessum bar... Ég hef sagt það áður og segi það enn að það er ekkert skrítið að ég fái aldrei frið, hver getur staðist mig? Ég er nú samt ekkert viss um þennan mann sem reyndi við mig... hann var svo drukkinn greyið að ég skildi hann ekkert og reyndi að tjá honum að ég væri útlendingur og skildi ekki hvað hann væri að segja en hann hélt áfram að reyna við mig á dönsku. Þannig að ég sneri mér bara við og ignoraði hann og það liðu fimm mínútur þar til að hann fattaði að ég var búin að snúa mér við. Honum var síðan hent út seinna fyrir ofurölvun. Svo fór okkur að leiðast þófið á barnum og ákváðum að fara á klúbbarölt. Pan klúbburinn varð fyrir valinu og ég dansaði og dansaði og dansaði... Svo sá ég karlastripp og mundi hvað það er ekkert sexý við karlastripp. Bjöggi stakk upp á því að við myndum biðja stripparann með þyrlutyppið að leggjast meðan hann sveiflaði typpinu svona svo við gætum sannað það að menn geta víst flogið. Það var voðalega skemmtilegt á Pan. Við komum heim um hálffimm eða fimm um morguninn og steinsofnuðum. Ég vaknaði samt tvisvar með sinadrátt í kálfunum eftir dansinn.

Áætlun okkar Kidda um að fara til Malmö á sunnudagsmorgninum vék fyrir sjónvarpsglápi og pizzuáti. Og við lágum í sófanum eins og kartöflur til rúmlega tvö. Þá ákváðum við að fara og túrhestast aðeins. Við gengum niður á höfn og skoðuðum okkur um. Þar er búið að breyta gömlum bruggverksmiðjum í íbúðarhús og mér fannst það merkilegt. Ógeðslega flott svona stór og mikil hús oftast byggð úr múrsteinum með svona "djúpum" gluggum og hlerum. Við fórum á eitthvað listasafn með afsteypum af frægustu styttum frá Rómarveldi og Grikklandi. Ég fann vinkonur mínar þar og Kiddi fann angistina (sjá myndirnar). Mér tókst að plata Kidda í bátastrætó á endanum, var búin að sjá þá annað slagið og dauðlangaði að prófa. Kiddi hafði á orði að þetta minnti hann á sjómannadaginn forðum en það vantaði kókdósina og prinspólóið. Meðan karlinn sigldi bátastrætónum að okkar mati á óskiljanlegu stoppistöðvar systemi nutum við Kiddi þess að vera ein aftast á bátnum og fíflast. Okkur fannst merkilegt að komast að því ef annað okkar dytti fyrir borð gæti hitt ekkert hjálpað því börgunarhringurinn var pikkfastur! Og björgunarbáturinn læstur niðri með hengilás og keðjum... Eftir bátsferðina var okkur kalt svo við röltum á kaffihús og fengum okkur latté og köku, kakan var grjóthörð og lattéið var hlandvolgt en við vorum ekkert að argaþrasast yfir því heldur nutum þess bara að vera saman. Mér þykir alveg ógeðslega mikið vænt um þennan dreng og áttaði mig á því að ég hef saknað hans. Mér hefur ekki fundist ég svona náin honum síðan við vorum krakkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æði að heyra hvað var gamann hjá ykkur.

Það er nausinn að fíflast með bræðrum sínum öðru hvoru.

Þrjár frænkur mínar fóru líka um Hog M um helgina í þvílíku kaupkasti að það hálfa væri nó.

Hanna Dóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband