24.2.2007 | 22:10
Hvað er málið?
Ég get ekki lesið blöðin, bloggið eða hlustað á útvarpið eða horft á fréttir án þess að minnst sé á þetta blessaða fólk sem flykkist til landsins til að halda ráðstefnu. Svo lengi sem þau sofa ekki hjá mér eða manninum mínum og taka það upp á teip hvurn andskotan kemur mér við hvað þau eru að bardúsa?
Athugasemdir
Þú virðist greinilega ekki lesa blöðin eða bloggið nóg né hlustað vel á útvarpið. Það er búið að blása þessa ráðsefnu af.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 22:17
Ég fæ morgunblöðin oftast seinnipartinn þannig að það er spurning um hvort ég sé orðin vön því að vera eftir á með fréttirnar??
Huldabeib, 25.2.2007 kl. 16:06
Mikið er ég hjartanlega sammála, þetta fólk mátti sko alveg koma hingað mín vegna og er nokkuð viss um að þau myndu ekkert nenna að lúlla hjá okkur Hulda mín, við erum svo ferlega langt frá "borg óttans"
Æ, mér finnst þetta svo halló, það þurfa að fara að koma listar sem hengja þarf upp í Leifsstöð og segja hverjir megi koma hingar og hverjir ekki, er orðin pínu leið á þessu femínistabulli, segi það og skrifa...
Amen á eftir efninu...
Badda (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.