Svo lengi lærir...

Ég læri alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og dagurinn í dag var engin undantekning. Í dag lærði ég það að það er ekki mjög gott að sjóða lummudeig áður en maður steikir það á pönnu.

Ég var að fara að steikja lummur og skellti tveimur pönnum á tvær hellur og kveikti á þremur hellum. Svo hrærði ég deigið meðan pönnurnar náðu hita og skellti svo stálskálinni fullri af lummudeigi á þriðju helluna sem var orðin álíka heit og hellurnar undir pönnunum en ég tók ekkert eftir því fyrr en ég var búin með meirihluta deigsins og  farin að furða mig á því af hverju deigið væri svona kekkjótt hjá mér... Þegar deigið byrjaði að bulla áttaði ég mig á hver mistökin voru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað,.............., ég steiki alltaf lummudeig, vöffludeig og pönnsudeig fyrir steikingu  og jafnvel Tupperware dollur líka

Erum bara flottar...................

kv Badda "mín" 

Badda (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband