Djammið í gær...

Djammið í gær var yndislegt!! Við fórum semsagt á "menningarkvöld" skemmtinefndar kennaranna. Þar fengum við að sjá tvö tónlistarinnslög, annað um Smokie (living next door to Alice) og var í umsjá kennara stelpnanna minna og svo Eurovision innslag20070324222303_0 Jónsa míns sem fór á kostum!! Hann tók lög úr keppninni sem hafa unnið um- deildan sigur að einhverju leyti og dansaði og söng með nokkrum lögum! Hann Jónsi minn er æði! Svo var vínkynning á rauðvíni/hvítvíni (áfengislausum) sem var í senn afar fræðandi og skemmtilegt en því miður ógeðslegt á bragðið. Svo var endað með slidessýningu á myndum sem teknar hafa verið seinustu tvö ár á öllum uppákomum sem skemmtinefndin hefur staðið að og það er nú alltaf gaman að sjá gamlar myndir, sérstaklega þegar þær hafa verið teknar óvænt og myndavélasvipurinn á fólki ekki komin upp. Við vorum komin heim um eittleytið í nótt og héldum okkar einkapartý og fórum að sofa seint og um síðir.
En ég er búin að leggja mig og í kvöld er bara aa-fundurinn minn og rólegheit í faðmi fjölskyldunnar. En svo er ég að fara aftur út annað kvöld því það er makalaust staffapartý af elliheimilinu og ef ég þekki þessar hjúkkur rétt verður það líka æðislega gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband