26.3.2007 | 15:07
Dásemdarlíf.
Maðurinn minn er svo yndislegur, hann leyfði mér að sofa út í morgun og ég rumskaði ekki fyrr en síminn hringdi um hádegisbilið. Ég var að vinna um helgina og svo tekur það nú líka aðeins á að fara tvisvar út að djamma á einni helgi, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur og kominn úr allri æfingu. Ég hefði nú samt ekki gefið í það ef ég drykki ennþá. Ætli ég væri ekki bara ennþá að eða inni á klósetti að æla lifur og lungum. En um helgina var mér gefið fullt... Ég fékk litla sæta gjöf frá gamlingjunum mínum á föstudaginn þegar ég ákvað að gera pizzu í hádeginu. Það voru allir svo hrifnir af því að mér var hælt í bak og fyrir. Mér líður alltaf vel þegar mér tekst að gera þau ánægð. Svo í gær þegar ég ákvað að brytja niður suðusúkkulaði til að maula eftir hádegismatinn og skellti því á starfsmannaborðið þá gladdi ég eina hjúkkuna svo mikið að hún knúsaði mig. Mér þótti afskaplega vænt um það. Svo í staffapartýinu í gær var mikið um gleði og hlátur enda ekki við öðru að búast. En það er ein stelpa sem var að vinna með okkur á elliheimilinu en er hætt og flutt suður sem mætti í partý og ég fékk svo fallegt bros frá henni þegar ég mætti að ég fylltist hlýju. Svo þegar ég var að fara heim og kvaddi stökk hún upp til að ná tali af mér og tilkynnti mér að hún kæmi til vinnu aftur í sumar og ég yrði að vera að vinna meðan hún væri hjá okkur. Svo knúsuðumst við vel og lengi og ég hlakka til að hún komi að vinna aftur. Ég er alltaf að fá svona gjafir þessa dagana sem fullvissa mig bara um það að ég er að gera eitthvað rétt. Svo er það ekki verra að vita að fólki líki vel við mig bara fyrir að vera ég... það tók mig svolítið langan tíma að þora því af hræðslu við höfnun.
Athugasemdir
það er nú ekki erfitt að láta sér þykja vænt um þig Hulda mín :)
Þú ert yndislega góð stelpa og full af hlýju :D
Knús til þín sætasta!
kv. barbara
BarbaraHafey (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.