Ég er ástfangin...

Af fjöldamorðingja! Ég er búin að lesa eina bók um hann, mér skilst að þær séu þrjár, og ég féll alveg fyrir honum. Húmorinn er svo skuggalega svartur og kaldhæðinin er yndisleg. SvDextero skemmir ekki fyrir að skjár 1 sýnir þessa þætti með leikara sem smellpassar í hlutverkið... Ég beinlínis slefa og ef ég væri með leðursófa myndi ég renna út af honum á sunnudags-kvöldum. Það er eitthvað við það að vera svo illur en ná að fela það svona vel. Og svo það hvernig fóstra hans tókst að beina þessum hvötum hans til "góðs" með því að drepa bara "vonda" kalla. Og svo kaldhæðnin eða hvað það á að kallast hvernig hann elskar börn. Það er alveg að bræða móðurhjartað hvað hann virðist hafa endalausa þolinmæði og skilning á börn. Bara elska Dexter!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaa... ég gat nú ekki annað flissað þegar ég las þessa færslu :)
"Ástfangin" af þessum manni og "gift" þessum líka ljúflingi ;) Svolitlar andstæður þarna ;) Ég sé að ég þarf að fara að horfa á þessa þætti greinilega ;) Vona bara að sýningartíminn stangist ekki á við 24 en það eru þættir sem ég missi ekki af fyrir mitt litla líf ;)

Farðu svo að koma í bæinn litla pullan þín og skrappa með mér hérna svona á meðan ég hef aðstöðu til ;)

barbarahafey (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband