Gleðilegt sumar!

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vona að það verði gæfuríkt og gefandi... væmið!! En alla vega sumarið er komið með sól og blíðu... það fraus nú samt saman við veturinn í nótt og eins og vitrir (lesist gamlir) menn segja þá bendir það til góðs veðurs í sumar. Það kemur í ljós en ef ekki verður gróðurhúsaáhrifum örugglega kennt um eða El Nino. Við erum búin að ákveða hvað verður gert í sumarfríinu og ætlum við að leggjast á ættingja og vini þvers og kruss um landið okkur til skemmtunar. Annars verður hangið heima og lagað það sem laga þarf og kannski farið í landlagsarkitektúr í garðinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband