20.4.2007 | 19:29
Sætar mæðgur.
Þessa gerði ég í gær og í dag. Tók svolítið langan tíma því fyrst var ég með aðra mynd í huga og fannst litirnir í pp allt í einu ekki passa við myndina þannig að ég skipti út mynd. Nota hina bara í næstu síðu. Þessa síðu gerði ég eftir skissu sem vinkona mín á skrappspjallinu fann, minnir að það hafi verið áskorun (leikur handa skröppurum fyrir ykkur sem ekki skrappa). Ég finn tilfinnilega fyrir því að mig vantar meira skrappdót. Bæði pp og stimpla og blek og og og heilan helling af öðru sem mig bráðnauðsynlega vantar. En svo ég skrifi nú um þessa síðu þá er þetta sambland af öllu, bakgrunnurinn er BG-baby girl, rósótti pp er Daisy D's pp og svo er það Bazzill. Hjörtun eru klippt út, prentaði þau á Bazzill og klippti því mig vantar stimpil *vinsamleg tilmæli til þess sem langar að gleðja mig þá er það Autumn Leaves stimplar sem mig vantar*. Titilinn er einnig prentaður út og klipptur. Mig minnir að letrið heiti Brad's hand. Hornin og "saumurinn" er krotaður á.
Athugasemdir
hæ hæ sæta mín
svakalega flott síða hjá þér !!!!!!
Svana (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:42
Rosalega flott hjá þér Hulda
Gleðilegt sumar skvísa
Kv lena og co
www.skjolbraut.tk
Lena huld (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:54
Rosalega flott hjá þér Hulda
Gleðilegt sumar skvísa
Kv lena og co
www.skjolbraut.tk
Lena huld (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:55
Frábær síða hjá þér. Ég finn líka fyrir því að vanta meira af skrappdóti. Maður á aldrei nóg. Sniðug að benda svona á hvað þig vantar.
Rósa Björg (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 20:36
Ferlega flott síða hjá þér!!! geggjað með blómin og hornakrotið.
hannakj (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 01:57
Þér tókst ofboðslega vel að blanda saman línum á þessari síðu, mér finnst litirnir æðislegir!
Hulda P (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.