28.4.2007 | 21:34
Hvernig var dagurinn?
Jú, hann var yndislegur. Í morgun byrjuðum við á að fara út á leikskólalóð að leika við Vilhjálm (besti vinur Litla-Karls) og svo var svo gott veður að við fórum með dýnu út í garð og hoppuðum þar í smá stund svo lagðist mamma í sólbað meðan börnin léku sér. Þegar pabbi ákvað að skella sér í sólina með okkur kom einn nemandi hans með hestinn sinn og leyfði öllum að prófa. Pabbi og Litli-Karl fóru saman eina ferð en mamma fór ein og stelpurnar allar í sínu hvoru lagi. Eftir léttan hádegisverð (sem var um hálftvöleytið) fórum við í fjöruferð og týndum skeljar og steina. Yndislegur dagur að kveldi komin og öll börnin rjóð eftir sólina og lúin eftir alla útiveruna. Er hægt að fara fram á meira?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.