5.5.2007 | 21:52
Stupid is what stupid does...
Það hafa margir eflaust einhverjar sögur að segja af sjálfum sér þar sem maður kemur út eins og heilalaus hálfviti... Ég á margar svona sögur af mér en ég vil samt ekki meina að ég sé heilalaus heldur þvert á móti er ég of upptekin við að leysa lífsgátuna sjálfa til að hugsa um minni hluti eins það sem ég er að gera þá stundina.
Eins og þegar ég ætlaði að lækka á hellunni undir kartöflunum í dag en kveikti á næstu hellu við. Eða þegar ég furðaði mig á því að það bullsauð í kartöflunum þó ég væri búin að lækka (að ég hélt) og skellti gúmmíhanskaklæddri hendi á helluna við hliðina á kartöflupottinum til að finna hitann. Þá var ég sko ekkert að hugsa hvað ég var að gera. Eða eins og þegar ég var að fara á fund og fann gel hjá hárgreiðslumanninum sem ég bjó með og skellti því í hárið á mér og rauk út en var síðan sagt um kvöldið að Lubrication hefur ekkert að gera með hár!! Þá var ég að flýta mér. Eða eins og þegar ég var að líma saman styttuna hennar mömmu (sem ég braut óvart) með UHU-límtúpu og skyldi ekkert í því hvað límið var lélegt. Þá var ég að reyna að komast upp með eitthvað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.