7.5.2007 | 17:46
Ull á þig!!
Ég tók til í skrappdótinu mínu um helgina. Voðalega leiðinlegt að byrja að taka til í því af því ég er svo mikill draslari þegar ég skrappa. Alla vega þegar ég var byrjuð var rosa
gaman að sjá hvað ég á orðið mikið af dóti, þó maður geti alltaf bætt við sig. Mig vantar samt meiri pp og fleiri stimpla, ég er voða hrifin af pp sem heitir Basic Grey (þá helst Blush og Pherhaps) og stimplum með allskona dútli (Autumn leaves og Fancy Pants)... Bara svona ef þið viljið gleðja listamanninn. En alla vega þegar ég var að taka til í dótinu mínu sá ég afganga af pp sem ég var ofsalega hrifin af fyrst þegar ég var að byrja. Frá Basic Grey og heitir Phresh&Phunky og þá ákvað ég að gera síðu með þeim afgöngum. Myndin er af Sesselju Báru síðan sumarið 2004 og svo ég monti mig nú aðeins af þessari mynd þá sendi ég hana til Uppeldis því þeir voru að biðja um myndir á barnalandi og þeir birtu hana við grein um sistkynaerjur. Þetta er fyrsta myndin af mínum börnum sem þeir hafa birt en ekki sú eina samt.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.