11.5.2007 | 13:17
Svona er ég...
Já... Svona er ég víst. Ég er ennþá að gera síður úr afgöngum því það virðist enginn fatta neitt þegar ég tala undir rós. Mig langar í pakka með pappír (pp þýðir patterned paper) og sá pp sem ég er mest hrifin af þessa stundina heitir Basic Grey, Perhaps eða Basic Grey, Scarlett's letter eða Basic Grey, Stella Ruby... Svo er náttúrulega líka til pp frá Crate Papers sem mér finnst flottur. Ef þið eruð að vesinast með þetta en langar til að gefa listakonunni gjöf getið þið líka bara gefið mér peninga til að kaupa þetta sjálf... Það er ódýrara að kaupa þetta í úttlöndunum og ég er með sambönd þar. En ekki nóg með að mig langi í pp heldur eru nokkrir stimplar sem mig er farið að bráðvanta... T.d. stimplar frá Autumn Leaves. En ég get alveg beðið í nokkra daga svosum... En þetta er skrifað án nokkurar frekju eða tilætlunarsemi frekar svona vinsamleg tilmæli til þeirra sem langar að gleðja mig.
Þessi síða semsagt er um mig sjálfa. Og er gerð úr afgöngum af Basic Grey, Urban coture.
Athugasemdir
Þú átt sko ekki afmæli nálægt því strax!!
Bara svo þú vitir það..........
tengdó (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:17
þú ert alltaf betlandi hér á síðunni.
lesandi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:34
þessi síða er æði
stína fína (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 19:54
áttu ekki eitthvað afmæli bráðum...sambandsafmælieða eitthvað álíka? Nú svo er kvennadagurinn í júní ehaggi??? Eða bara síðbúin sumargjöf???
Hulda Kani (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:01
Amen á eftir efninu betlarinn þinn
En þetta var sem sagt djók, grín, glens og allt það
Takk fyrir frábært Júróvísíon partý þið familý
Badda (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:45
VÓ!
Ég myndi nú bara halda mig við afgangana.. þessi síða er ótrúlega flott!
ALVEG ÓTRÚLEGA FLOTT!
Og ég mun skrapplyfta henni við tækifæri!
Er búin að vista hana hjá mér... theink you very möts :D
(NOH er maður ekki bara látinn reikna til að geta kommentað)
Barbara (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.