Hvað er scrapbooking?

Scrappbooking er einskonar minningarbókargerð... Það er að segja þú tekur myndir og "föndrar" í kringum þær sögu þeirra og minningar tengdar myndinni eða myndunum. Ég er t.d. búin að gera nokkur albúm þar sem ég tek myndir í uppáhaldi og skrappa þær. Þegar maður byrjar að skrappa til að prófa þetta föndur er gott að skipuleggja verkið fyrirfram svo það verði ekki meira um sig en maður ætlaðist til. Þegar ég byrjaði tók ég fyrsta ár yngsta barnsins fyrir og vann síðan út frá því... Síðan þá hef ég klárað fyrsta árið hans Litla-Karls en það bætist endalaust við því það eru til svo margar myndir af honum. Svo er ég byrjuð á albúmi fyrir fjölskylduna í heild sem ég sé fram á að geta átt sjálf í ellinni. En albúm barnanna eru þeirra eign þó ég tími kannski aldrei að láta þau fá þau... Svo hef ég gert eina bók fyrir litla frænda minn sem fermdist í fyrra en þá tók ég bara örfáar myndir af honum frá fæðingu upp að fermingu og skrappaði þær. Og svo er ég að vinna í albúmi fyrir vinkonu mína og dóttur hennar. Og er ég með fullt af myndum af henni, skírnarvottorðið, sjúkrahúsarmböndin og fleira skemmtilegt sem annars væri geymt í kassa niður í geymslu. En alla vega er scrappbooking nokkurn veginn þetta... Vona að þetta hafi svarað einhverjum spurningum. En endilega spyrjið ef það er eitthvað sem þið viljið vita í sambandi við þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okey. Þetta er sniðugt. Sérstaklega með fæðingararmböndin sem liggja í einhverri skúffu. Ertu að gera svona fyrir fólk? Ef já, hvað tekuru fyrir þetta? og einnig, ertu búsett á Íslandi? 

Skonsan (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Huldabeib

Ég hef verið að gera svona fyrir fólk... en það er nú samt engin reynsla komin á það hvað ég tek fyrir það því það hefur verið innan fjölskyldunnar og svona. Ég er til í flest allt sko En ég er búsett á Eskifirði sem landafræðilega er statt á Íslandi.

Huldabeib, 24.5.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband