Mont mont...

Ég var beðin um að gera hina árlegu gjöf til Þórðar í Skógum fyrir 10. bekkinn í ár. Það er hefð fyrir því að þegar útskriftarferðin er farin að koma við hjá honum og færa honumFront. gjöf. Ég var búin að velta þessu lengi fyrir mér hvað í ósköpunum ég gæti gert handa honum. Svo kom minnimáttarkenndin líka við hjá mér í ferlinu því hann er víst búinn að fá mörg listaverkin frá Eskifirði. En svo ákvað ég að skrappa handa honum smá til að hengja upp á vegg eða til að stilla upp í hillu hjá sér. Keypti blindramma í Pennanum Eymundson (er það með einu eða tveimur s-um?) og hófst handa. Þetta er útkoman. Ég fékk lánaðar nokkrar myndir frá Helga Garðars þar sem hann á svo mikið af fallegum myndum frá firðinum fagra og það var erfitt að velja úr. Og ég fékk að vita það að Þórður var hinn ánægðasti með gjöfina í ár.

 from left

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er alveg geggjað , og gott að hann var ánægður með þessa glæsilegu gjöf :O)

stína fína (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:43

2 identicon

Ekkert skrítið að hann hafi verið ánægður með gjöfina, enda er þetta nú bara hreint listaverk hjá þér! 

Hulda P (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 02:49

3 identicon

Alveg æðislegt :)

Helga L. (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:47

4 identicon

Þetta er náttúrulega bara geggjað og ennþá flottara að sjá það life eins og ég fékk:)'

Ert bara snillingur...

Badda (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:27

5 identicon

Algjört listaverk.

ÓlöfBirna (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 19:42

6 identicon

Vá þetta er æðislegt hjá þér, þú mátt vera stolt af þessu. Leiðinlegt að minnimáttarkennd sé að þvælast fyrir þér, losaðu þig við hana!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband