27.6.2007 | 12:44
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí og er að fíla það í tætlur! Við leggjum af stað í ferðalagið á mánudaginn eða þriðjudaginn og ég verð að segja að ég hlakki mikið til. Okkur vantar tengdamömmubox til að geyma allan farangurinn annars erum við komin með allt annað. Mér finnst eitthvað svo rómantískt að ferðast um landið með fjölskyldunni. Að upplifa fegurð landsins með þeim sem mér þykir vænst um.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.