16.7.2007 | 15:55
Bókalestur...
Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að lesa og hef lesið mikið um ævina. Sumar bækur hef ég meira að segja lesið tvisvar eða oftar. Það má þó deila um fróðleiksgildi þeirra bóka sem ég hef mest lesið. Harry Potter er afbragðs afþreyingarefni sem og Hringadróttinssaga. Að geta horfið inn í ævintýraveröld þar sem maður getur sameinast sögupersónum í þeirra viðfangsefnum, sem nær alltaf eru skemmtilegri og viðburðarríkari en heimilisstörf eða það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef aldrei þurft að berjast við vonda galdrakarla eða orka. Heldur hef ég aldrei hitt álfa eða setið hippógriffín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.