Skrappherbergið.

Eins og flest ykkar vita hef ég lagt undir mig bílskúrinn í fönduraðstöðu fyrir sjálfa mig. En bílskúrinn er það herbergi í húsinu sem mest var skilið útundan þegar við "byggðum" húsið. Veggirnir eru bara fínsparslaðir hvítir og gólfið rykbundið. Nú er mig farið að langa til að gera eitthvað þar... mig langar til að fá geymsluloft svo ég geti hent þar upp hlutunum sem vantar pláss fyrir í geymslunni. Svo ég fái meira pláss fyrir föndurdótið mitt. Mig langar til að mála veggina og skella lakki á gólfið. Mig langar líka til að mála hillurnar frá ömmu sem ég er með allt dótið mitt í. Og svo ég tali nú ekki um hvað mig langar til að raða upp öllum húsgögnunum upp á nýtt. Og til að fullkomna þetta röfl ætla ég að segja ykkur litinn sem ég er að spá í að hafa.... mosagrænt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sko Hulda mín, bílskúr á að vera BÍLSKÚR ekki  SKRAPPSKÚR Annars héti þetta föndurskúrar ef svo væri, nei bara allt í djóki, mosagrænn er flottur...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 7.8.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband