Duglegust...

Það er svo gott þegar ég er með fulla orku, sem gerist því miður sjaldan. En í morgun byrjaði ég á minni sígó og kaffi og þegar ég var búin að því dreif ég mig í leppa og fór að þrífa. Já gott fólk... ég þríf stundum. Svo kom maðurinn minn heim með fiskinn og ég steikti 223 fiskibollur. Nú nú þegar það var búið bað Jónsi mig um kanilsnúða... þar sem ég er svo vel upp alin og gott eintak af eiginkonuefni varð ég að sjálfsögðu að þeirri bón hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

223 bollur takk fyrir og góðan daginn og hvað urðu snúðarnir svo margir? eða kláraði bóndinn þá bara jafnóðum...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.8.2007 kl. 19:42

2 identicon

hmmm 223 fiskbollur...interesting

Anna Margrét (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband