20.8.2007 | 21:04
Sjúkdómur leiðindanna...
Ég er búin að passa mikið upp á það að hafa nóg að gera svo ég detti ekki niður í fenið í haust. Búin að ráða mig í aukavinnu og er dugleg að föndra í nýju aðstöðunni minni. En stundum þegar ég er að berjast við þetta er eins og allt vinni á móti mér. Þetta er drulluerfitt og mig langar til að gefast upp og leggjast undir feld... Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég að tala um þunglyndið mitt en ekki alkóhólismann. Jónsi fer í staðlotu næstu helgi og ég kvíði svolítið að vera ein en ég veit að það verður ekkert mál frekar en í öll hin skiptin. Það er bara þessi blessaði kvíði... hann hlustar ekki á rök. Svo er það náttúrulega þetta venjulega að það er að líða að lokum mánaðarins og ekki er það að vinna með mér að það kostar Jónsa aura að fara í skólann. Ég er samt ekki að kvarta, bara aðeins að blása út. Ég er mjög sátt við hvar ég er stödd í lífinu en það er þessi blessuðu boðefni sem eru að bögga mig þessa dagana. Æðruleysisbænin er nokkrum sinnum á dag í kollinum á mér en ég vil þolinmæði og það strax!
Athugasemdir
Það er vonandi að þú náir að blása kvíðanum í burtu! Ég aftur á móti bíð eftir haustinu, ég þoli ekki svona hita eins og er núna hjá mér, ekkert hægt að fara með litla stubb á leikvelli af því að öll tæki eru svo sjóðandi heit að ekki er hægt að snerta þau.
bestu kv. úr Ömmuríki
Hulda P (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.