22.8.2007 | 14:49
Lasarusinn minn.
Þegar ég og Jónsi ætluðum að fara að sofa í gærkvöldi byrjaði Litli-Karl að skæla. Jónsi fór að gefa honum vatn og kom fram skelkaður... barnið var sjóðheitt og að kafna í hori. Sagðist vera illt í eyrunum. Það var mælt og jújú hiti! Þannig að ég komst ekkert í nýju aukavinnuna mína í dag. En í staðinn fór ég að taka til í skrappdótinu mínu (því það er hægt að fá hjálp lítilla handa við að sortera smádótið). Þegar ég var hálfnuð í að týna saman öll blómin tók ég eftir því að hann var orðinn svolítið slæptur þannig að ég lagði til að hann settist í gamla ömmustólinn sinn með teppi og ég myndi rugga honum. Hann steinsofnaði og svaf í næstum þrjá tíma. Börn eru svo yndisleg þegar þau sofa.
Athugasemdir
Æji, litli kúturinn minn að vera veikur
Bjarney Hallgrímsdóttir, 22.8.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.