23.8.2007 | 14:24
Koss fyrir mömmu.
Var að klára þessa hér. Ég er ekki frá því að sköpunargleðin hafi aukist eftir að ég fékk svona fína aðstöðu í skúrnum. Þetta er mynd af Sesselju frá því í mars, þegar ég fékk það myndavélaæðið. PP er Basic Grey, color my silly og svartur Bazzill. Hringina gerði ég eftir FP chipboardi sem Hannabeib reddaði mér í sumar.
Titillinn er úr tréstöfunum frá Li'l Davis og BG límmiðar. En takið eftir hvað ég er snjöll að láta titilinn og journalið enda á sama orðinu!!!

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.