3.9.2007 | 13:17
Mætt er móðurhjartað.
Ég veit ekki hvað ég hef gert af mér... Litli-Karl vill ekkert knúsa mig þessa dagana því hann er svo stór (hans eigin orð). Sesselja fer bara að grenja ef hún þarf að ganga frá eftir sig, alveg sama hveru lítið það er. Hún er í þessum skrifuðu orðum að ganga frá í herberginu sínu eftir sjálfa sig (að mínu mati hefur það oft verið miklu verra) hágrenjandi yfir því að þurfa að gera þetta ein. Og tvíbbarnir eru að gera mig brjálaða með pæjustælunum í sér... Dagbjört fór í leggings og síðri peysu í skólann í morgun og Kolbrún eyðir að meðaltali 3 klst á dag í að greiða á sér hárið og þar með talið 20 mínútna lágmark á morgnanna.
Athugasemdir
Hæhæ
ég er að reyna að búa til nýjan haus í bloggið þitt en hef bara ekki hugmynd um hvað hann þarf að vera stór...geturðu sent mér myndina sem þú ert með í hausnum núna þannig að ég geti mælt hana?
Þórunn (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:23
Hæ hæ :)
Vildi bara kvitta fyrir innlitið! Kíki sko alltaf reglulega en er því miður ekki nógu dugleg að kvitta :(
barbara (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.