14.9.2007 | 22:18
Snjókorn falla...
Ég skrapplifti þessari af einni sem er á skrappbúkkdotkomm, enn ein síðan sem ég er á með áhugamálið. En þetta er blár Bazzill og svo strikaði ég með útlínum af chipboardi frá Fansípants tvisvar og passaði mig að það stangaðist á. Með hvíta Glaze pennanum mínum fyrsta hringinn og glimmerlími hinn seinni. Skellti síðan hvítum litlum kósum í botninn á hvíta scallopinu og snjókorn í botninn á glimmerscallopinu. Dútlið er síðan eftir sjálfa mig með hvíta pennanum mínum aftur og glimmer í kringum myndina. Titillinn er hvítir límmiðastafir frá MM sem heita Cheeky shimmer stickers.
Athugasemdir
Stórglæsileg síða!
Hulda P (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 04:06
Flott síða - glimmerið er ekkert smá flott og dúttlið er bara sætt!
Anna Sigga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.