Íþróttaskóli.

Í morgun byrjaði Íþróttaskóli fyrir börn fædd 2001-2004 og að sjálfsögðu vorum við mætt á svæðið með helminginn af börnunum, helminginn af börnunum okkar sko. Það voru alveg rosalega margir mættir með börnin sín og mér þótti það æðislegt hvað börnin höfðu gaman af þessu. Af þessu tilefni var rölt í búð til að kaupa viðeigandi fatnað. Litli-Karl fékk íþróttaföt og skó sem og stelpurnar allar en hann fékk að velja sjálfur og valdi varaliðsbúning Liverpool í ár og Pumaskó. Hann vildi ólmur máta þetta þegar úr búðinni var komið og fékkst ekki úr múnderingunni og er af þeim leiðingum ennþá í honum. Hann borðaði og svaf í búningnum, sem hann vill nú meina að sé ekki búningur heldur fótboltaföt, með skóna á náttborðinu sínu. Þegar það var skriðið upp í rúm til mín í morgun var voða basl við að koma skónum fyrir á náttborðinu mínu því þar eru svo margar bækur en skórnir urðu að fá sinn stað. En skórnir hennar Sesselju voru í þeirri stærð að eina parið sem til var í búðinni var sýningarparið og ég keypti það en í flýtinum gleymdist að taka skóinn úr hillunni og rauk ég heim með kassan undan þeim með helminginn af skóparinu innaborðs. Hún var ekki sátt við móður sína en það bráði af henni þegar við komumst að því að hún "passar" alveg í skóna sem systur hennar fengu og gátum reddað málunum fyrsta daginn svoleiðis. Læt fylgja með nokkrar myndir til að gleðja ykkur.

 

sept 07 012systkin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega flott í leikfimi :D þvílíkur klaufaskapur að kaupa bara einn sko ;)

Helga L. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:29

2 identicon

Svo gaman þegar börnin eru spennt fyrir einhverju :) Verst með eina skóinn en gott að það bjargaðist!

Hulda P (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:48

3 identicon

Flottir krakkar. Ótrúlegt að aðeins annar skórinn hafi ratað í kassann.

Rósa Björg (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sko Hulda mín, ég hélt að þú hefðir nú alveg heyrt hverju sonur þinn svaraði mér 3x á föstudaginn, þetta er FÓTBOLTAGALLI, ekki íþróttaföt

Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband