Hvað varð um náungakærleikann?

Við fengum bréf í morgun frá Fjarðabyggð þar sem við vorum boðuð á fund vegna tilkynningar til barnaverndar samkvæmt 16. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir orðrétt:

Tilkynningarskylda almennings.

     Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
     Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.

Það stóð ekkert í bréfinu um ástæðu almennings fyrir tilkynningunni eða hvort um eitt tilfallandi atvik var að ræða eða um síendurtekið brot. Því fór ég að hugsa um hvað gæti verið ástæða almennings til tilkynningar. Hvar í  foreldrahlutverkinu er ég að bregðast skyldum mínum? Börnin mín fá að borða, fá föt á bakið, þak yfir höfuðið, lyf þegar þeirra er þörf, knús og koss á bágtið jafnvel oftar en þess þarf, skammir þegar það á við. Samkvæmt öllum sem ég hef talað við um þetta eru mjög viðunandi uppeldisaðstæður á þessu heimili, ekki verða börnin fyrir áreitni eða ofbeldi heima hjá sér, ekki er heldur heilsu eða þroska þeirra stefnt í hættu. Og ekki er óreglunni fyrir að fara hér heldur.

Hver er þá ástæðan fyrir þessari tilkynningu? Jú, það sást til þeirra yngstu úti að leika sér án eftirlits spölkorn frá heimilinu. Kannski ég ætti að endurskoða þá skoðun mína að börn eigi að leika sér úti. Kannski höfum við rangt fyrir okkur með það að útieikir séu hollari en sjónvarpsgláp og tölvuleikir. Að börn eigi að leika sér getur vel verið skynvilla hjá okkur foreldrunum. Vissulega áttu börnin ekki að vera spölkorn frá heimilinu eftirlitslaus en við skulum hafa í huga að þetta eru börn. Og með það í huga sé ég fyrir mér almenning sem verður vitni að slíku athæfi hringja í foreldra barnanna sem um er að ræða. Nei, þessi tiltekni almenningur ákvað alveg upp á sitt eindæmi að hringja þess heldur í 112. Nú var það ekki vegna þess að hann þekkti ekki börnin sem um ræðir eða foreldra þeirra því blessuð börnin voru nafngreind. Almenningurinn hefur eflaust hugsað vel og vandlega um hvernig ætti að bregðast við þeirri sýn að sjá börn að leik án eftirlits svona langt frá heimilinu, jafnvel lagst á bæn til að fá guðlega samþykkt á syndleika þeirrar sýnar. Og af einhverjum ástæðum komist að þeirri niðurstöðu að skylda hans gagnvart ungdómi þessa bæjarfélags, sem samkvæmt hans skilningi er vanræktur að mörgu leiti, er að hringja í aðalneyðarnúmer landsins, 112.

En mér er hins vegar spurn, hví ekki að hringja frekar í 118? Svona til að gefa almenningi svokallaðan "benefit of doubt" ef ske kynni að hann vissi ekki númerið hjá okkur foreldrunum. Eða það sem betur hefði virkað að kalla út um gluggann, ég geri mér í hugarlund að slíkt fyrirbæri sé á heimili almenningsins, á börnin að snáfa heim til sín. Og ef í harðbakkann slægi að standa jafnvel upp og bjóðast til að fylgja ráðvilltu börnunum í faðm foreldranna að nýju, þar sem öll börn eiga greinilega að vera.... alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh blessuð Hulda mín ,ef þetta er ástæðan fyrir þessu bréfi þá myndi ég nú ekki vera að líða illa yfir þessu ,saklaus leikur í nálægð við heimilið er ekkert til að gera veður útaf og fyrir mína parta ætti þetta fólk að enduskoða sjálfan sig örlítið og auðvita hefði bara átt að fylgja þeim heim og ræða um þetta þar !! ég er frekar hneyksluð á þessari  fljótfærnis ákvörðun að tilkynna svona lagað til barnav

Svana (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:36

2 identicon

Vá, talandi um að gera úlfalda úr mýflugu.

Finnst þetta nú of harkalega við burðgðist að tilkynna til barnaverndar að  barnið hafi verið úti að leika sér.

Held að þessi nágranni sinn ætti að finna sér eitthvað að gera ef hann/hún hefur ekkert betra við tímann að gera en agnúast út í svona hluti.  Svona fólk á sér ekki líf.

Pálína (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:57

3 identicon

Ja hérna hér. Ég á eiginlega ekki til orð.

Viðtalið á eftir að ganga glimrandi hjá ykkur.  ég hugsa til ykkar.

Rósa Björg (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:23

4 identicon

Úff.

Almenningur  er og verður alltaf skrítinn því miður.

Það er víst til fólk sem hefur ekkert annað að gera en að skipta sér af.

En yfir völdum er alltaf skylt að skoða allt sem inn á borð kemur.

Guð hvað ég væri glöð ef litla barnið mitt væri úti að leika sér en ekki inni á horfa á sjónvarpið.

Er það ekki einmitt ein af kostum þjóðfélagsins að börnin geti leikið sér úti áhyggju laus.

 Frjáls og glöð. 

En knús og gangi ykkur sem best.

Hanna Dóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:12

5 identicon

Sammála öllum ræðumönnum.  Þetta er alveg út í hróa!    Almenningur á greinilega bágt, hefur ekkert betra að gera en góna út um gluggann og búa til hasar.

Anna Margrét (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:57

6 identicon

oh hvað ég vildi óska að ég gæti leyft syni mínum að vera einum úti að leika bara hérna í götunni, en með alla öfuguggana hér í USA þá tekur maður enga sénsa.

Aftur á móti þá man ég eftir atviki þegar ég, systir mín og vinkona okkar ætluðum að labba til næsta bæjar (rúml. 20 km) og vorum komnar ca. 5 km. þegar vinnufélagi pabba tók okkur upp í og fór með okkur heim. Ekki datt honum til hugar að hringja í Barnaverndarnefnd, hvað þá 112. Við vorum samt bara 7 ára gamlar.

Góða helgi skvís

Nafna þín í Ömmuríki (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband