7.11.2007 | 23:46
Að skipuleggja sig...
Það er hausverkur að skipuleggja sig meira en hálft ár fram í tímann... sérstaklega þegar maður lifir helst bara einn dag í einu. En semsagt við erum byrjuð að plana bryllupið okkar. Það eru til svo margir fallegir brúðarkjólar að ég fékk svakalegan valkvíða. Mér fannst þessi æðislegur en hætti við hann því ég er ekki prinsessa (sama hvað Litli-Karl segir) og svo líka ég er aðeins eldri en fyrirsætan og efast um að hann fari jafnvel á mér og henni...

Athugasemdir
Flottur en hvað um skautbúningin???
Hann er flottastur...
með svona hatti og allt
Og reyndu svo að hlusta á einkasoninn, ef honum finnst þú vera prinsessa, þá ertu það góða mín
Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.11.2007 kl. 07:47
Úúúú en spennó! Þú verður glæsileg sama hverju þú klæðist...eh nema kannski flónel náttfötum
þá værirðu bara krúttileg!
Anna Margrét (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:22
Þú veist ekkert hvort hann passar þér fyrr en þú mátar.
tengdó (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:29
Mér finnst að þið ættuð að gifta ykkur í kónga og drottningafötunum hér fyrir neðan. Það er varla hægt að toppa það lúkk. En til hamingju, hlakka mikið til....er mér er ekki annars boðið.....
Bedda (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 03:15
Til hamingju.
Kristjana Atladóttir, 11.11.2007 kl. 17:45
Til lukku með ákvörðunina.
Heyrðu annaðs hlustaðu nú vel á litla Karl þú ert og verður prinsessa.
Leyfðu henni bara að brjótast fram.
Kv Hanna.
Hanna Dóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:33
til hamingju með þetta

metta (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.