Yndislegt!

Ég held að það sé ekki létt að vera opinber bæjarstarfsmaður í Fjarðabyggð í dag, úr öllum áttum berast misgáfulegar gagnrýnisraddir.

Er ég nú ekki innsti koppurinn í búri þarna en ég geri mér í hugarlund að reka sveitarfélag sé ekki ósvipað og að reka heimili, jú, því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Ekki viljum við að unglingurinn flytji út af heimilinu, leikskólabarnið sé vanrækt, grunnskólakrakkinn fái ekki sína menntun eða gamalmennið fái ekki umönnunina sem það þarf á að halda. En jafnframt þarf peninga til að ná endunum saman og til þess þurfum við að athuga í hvað peningarnir fara.

T.d. fegrun miðbæjarins. Var nú ekki vanþörf á því, bærinn hefur verið ljótur í aldanna rás og til þessa verks fenginn snillingurinn sem gengur undir nafninu Túlípaninn. Loksins loksins er komin einhver mynd á þennan bæ!! Hrossaskítsblettirnir eru ljótir núna en þeir eiga eftir að borga sig. Unglingavinnan mun vinna hörðum höndum í sumar við að reyta arfann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Einmitt, krakkarnir í unglingavinnunni munu vinna HÖRÐUM höndum við að reita arfa næstu sumur.

Og þetta eru ekki hrossaskítsblettir, þetta eru lendingapallar fyrir geimskipin sem bráðum koma... pældu í því...það eru einir þrír lendingarpallar mjög nálægt mínu heimili, þannig að kannski verð ég einn daginn bara horfin..., en þá veistu hvar ég er

Svo er þetta alltaf spurningin um forgangsröðun... börnin okkar eða túlípanar..., jú, höfum það túlipana og nóg af þeim...

Amen...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.12.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband