Jólaskapið í hámarki.

Það er yndislegt hvað hátíð ljóss og friðar getur gefið börnunum mikla hamingju. Nú í kvöld kemur Stekkjastaur til byggða og Litli-Karl hlakkar voða mikið til að vakna í fyrramálið en eitthvað held ég að hann verði fyrir vonbrigðum því hann er pottþéttur á því að jólasveinarnir gefi honum nýja skó. Svo er hann að læra jólalögin á leikskólanum og syngur hástöfum hérna heima; Nú skal segja, nú skal segja, hvernig gamlar stúlkur gera, sparka bolta, sparka bolta og svo snúa þær sér í hring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband