2.1.2008 | 22:09
Gleðilegt nýtt ár!!
Og takk fyrir það liðna... Það er aldeilis að þær fréttir fari hægt og hljótt að við séum nú orðnir hundaeigendur. Fyrsta kvöldið sem snúllan okkar er hjá okkur tekur hún upp á því að strjúka!! Og áður en við vissum af var allt hverfið komið út að leita með okkur, að vísu var ég heima við með tvö yngstu börnin. En allavega erum við búin að eignast hund og nú þarf ég að hætta að reykja í staðinn. Mig hefur langað í hund í mörg ár og Jónsi og ég ákváðum að býtta, ég gæfi sígóna upp á bátinn og hann gæfi eftir straxveikinni minni. Samkvæmt öllum reikniaðferðum ættum við að koma út í gróða svo lengi sem ég stend við mitt. Tegundin heitir Shar-pei (draumategundin mín) og er það tík sem okkur hlotnaðist og er hún 16 vikna gömul, algjör draumur þó byrjunin hafi verið skrautleg;) En er ekki talað um að fall sé fararheill??? Ég alla vega hlakka til nýs árs með nýjan fjölskyldumeðlim innanborðs.
Myndir af snúllunni koma síðar, hún er nú búin að eiga nógu strembinn dag þó ég fari ekki að kássast í henni með flassinu!
Athugasemdir
til lukku með nýja meðliminn. Gleðilegt ár.
Kristín Snorradóttir, 3.1.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.