Fyrsta heimsóknin til dýra.

Þá er afstaðin fyrsta heimsóknin til dýralæknisins. Hún Salka okkar er ekkert hrifin af bílferðum en var samt allt í lagi þegar við komum upp á Egilsstaði. Var svolítið hrædd við lækninn en leyfði þeim að vigta sig og skoða. Heil 14 kg og samsvarar sér vel. Hún er við góða heilsu fyrir utan eyrnabólguna, búin að fá ormahreinsun og örmerkingu. Þetta er svo þau vita eina Shar-pei eintakið á austurlandinu þannig að hún er ennþá einstakari en ég hélt. Nú er bara að bíða eftir kvittun frá dýra til að sækja um leyfi fyrir hana en samkvæmt lögum má hún búa hjá mér í heilan mánuð leyfislaus þannig að nú er lag að halda sér innan þess ramma.

Annars er ekki neitt að frétta svosum nema kannski það að ég er grasekkja í viku, spúsinn skellti sér í staðlotu. En ég sef ekki Karl-man's laus samt... hann heimtar að fá að passa mig á nóttunni og vill hafa mig mjööög nálægt. Ef ég þekki mig og börnin rétt munu þau öll  koma upp í og lúlla hjá mér þangað til að pabbinn kemur heim, ef ekki öll í einu þá eitt og eitt í röð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ ég hef víst smitast af skrappinu ég get ekki einu sinni hugsað um annað hehehe gaman að sjá þig á spjallinu vissi ekki að þú værir þar!! ekki bara annars gott að frétta??

Linda Mjöll Helgadóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband