Samviskuspurning...

Þið munið kannski eftir "barnaverndunarmálinu" okkar Jónsa í haust. Það er mjög stutt síðan ég komst að því hver það var sem sá sér ekki annað fært en að hringja í 112 útaf kæruleysinu í okkur. Mig langar svo að segja eitthvað við hana... því hún hefur ekki úr svo háum söðli að detta sjálf.

Mig langar ekkert að æsa mig eða neitt svoleiðis... bara svona að impra á því að við séum bæði í símaskránni og auk þess í sömu götu og það sé ekkert hræðilegt að tala við okkur beint ef við erum ekki að standa okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka bara pent fyrir að fylgjast með börnum ykkar og svo kannski bara benda henni á að þið eigið heima í næsta húsi og að þið séuð viðræðuhæf. Og jafnvel að þið eigið síma , þá heimasíða og 2x gsm.

Eygerður (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:12

2 identicon

Oftast þegar svona gerist, þá er það einhver sem hefur eitthvað að fela sem beinir athyglinni að öðrum, og í þínu þorpi er þetta ekki óalgengt, ég bjó þarna í nokkur ár og,,,,nei sleppum því! því fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Sorrý en fólk gengst upp í því að vera pakk á svona stöðum þar sem það fær undirtektir, því að fólk nærist á "óförum annara.

Ekki gefið upp (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband