3.2.2008 | 01:27
Ég á afmæli í dag....
Í dag, sunnudag, á ég sex ára edrúafmæli!!! Það eru akkúrat sex ár síðan ég hringdi skelþunn með heljarinnar móral í vinkonu mína í AA-samtökunum sem beindi mér á beinu brautina. Þessi ár hafa verið ljúf/sár... Lífið heldur áfram þó maður hætti að drekka, maður er bara ódeyfður. En á þessum sex árum hef ég eignast svakalega mikið (sama hvar maður drepur niður fæti) og sakna einskis frá fyrra líferni. Þó vissulega fái ég ennþá fíknina, kvíða- og þunglyndisköstin er ég þó búin að læra að höndla þau án þess að láta undan. Og í gær, laugardag, hélt ég upp á þennan merkisviðburð með því að baka kanilsnúða og ostahorn, hita kaffi og kakó fyrir kalda og þreytta fjölskyldumeðlimi og vini. Yndislegt að lifa lífinu lifandi... og að vera þakklát fyrir það sem ég á.
Æðislega fjölskyldu, góða vini, þak yfir höfuðið og nóg að borða.
Athugasemdir
Ég þekki þig ekki neitt en mig langar bara til að óska þér til hamingju með afmælið
Sporðdrekinn, 3.2.2008 kl. 03:01
Vá glæsilegt
ekki lengur nein barátta
Gísli Torfi, 3.2.2008 kl. 03:15
til hamingju með afmælið. Njóttu þess æi botn
Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 10:00
Elsku Hulda
Innilega til hamingju með árin 6. :)
Það er virkilega gaman að hafa rekist á bloggið þitt.
Kveðja
Erna (erna ása frá esk)
Erna Nielsen (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:34
Til hamingju með gærdaginn Hulda mín!
Anna Margrét (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:13
Innilega til hamingju með þennan áfanga ;)
Alltaf gaman þegar bætist ár í safnið!
Kv. barbara.
Barbara Hafey (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:48
Innilega til hamingju með árin 6
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.