39° en lækkandi.

Litli-Karl er lasinn. Fannst hann eitthvað svo slappur á þriðjudaginn og þegar hann kom heim eftir leikskólann vildi hann leggja sig. Úlfatíminn var því rólegur á heimilinu þar sem karlarnir lögðu sig inn í "mömmurúmi". Þegar hann kom fram var hann mældur og rúmlega 39° var niðurstaðan. Í gærkvöldi var hann mældur aftur og enn voru það um 39°. Hann fer því ekkert á leikskólann fyrr en eftir helgi í fyrsta lagi. Nóttin er líka búin að vera lasin en það er ekkert vesin á henni. Það sem þarf að hafa fyrir henni hvort sem hún er lasin eða ekki er að kveikja á sjónvarpi... Líst að vísu illa á þetta gláp hennar því hún horfir á allt jafn gagntekinn, sama hvort það er barnaefni eða bein útsending frá Alþingi. Spurning hvort ég ætti að taka vinkonu mína til fyrirmyndar og pakka sjónvarpinu niður í smátíma... Ah, kannski þegar þættirnir með Dexter vini mínum eru hættir. En Sólin er alltaf að verða meiri og meiri gelgja... mín skilgreining á gelgju er að vera svo upptekin af útliti og tísku að ekkert kemst að nema það. Spurning hvort ég geti eitthvað gert í því eða eigi að láta þetta fljóta hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hahahhaa, pakka, ekki pakka, hummm þegar stórt er spurt er oft lítið um svör, get ekki ráðlagt hvort á að pakka eða ekki

En halló, kannski ert um tilvonandi þingkonu hjá þér...hún er bara að drekka í sig fróðleikinn, ungur nemur, gamall temur... var það ekki eitthvað svoleiðis...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband