Úti er alltaf að snjóa...

Það verður alla vega nógur snjór í fjallinu á morgun því það er búið að snjóa (eða fjúka snjór) hérna í Langadalnum í tvo daga. En hvort maður komist í fjallið er annað mál. Ég fór í bakinu á þriðjudaginn og er ekki að skána mikið þrátt fyrir að hlýða fyrirmælum læknisins næstum alveg. Ég er ekki búin að ryksuga eða skúra hérna heima þó mig langi agalega til þess.... alveg fáránlegt hvað öfug sálfræði virkar á mig ennþá. En ég verð að fara í fjallið þó ekki nema í klukkutíma eða svo til að brjóta ekki loforðið við Ingimar Stenmark aka Litli-Karl sem hefur leitað hátt og lágt að skíðunum sínum síðan ég þurfti að fela þau til að hlífa parketinu í stofunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband