Sunnudagur til sælu

Þessi sunnudagur hefur verið indæll í alla staði. Við byrjuðum á að vakna við að fá kaffi í rúmið. Tvíbbarnir og Saga voru búnar að vera svo notalegar að leyfa okkur hjónaleysunum að sofa aðeins lengur. Afi kom svo í kaffi rétt fyrir hádegi og hann var að skoða kortin mín og við ákváðum að skella í kort fyrir Brynju frænku sem er að fermast þann 19. apríl. Síðan lá leið okkar á skíði upp í Oddsskarð. Litli-Karl var að stíga sín allra fyrstu skref á skíðum og að mínu mati gekk það vonum framar þrátt fyrir nokkuð langdregið þrjóskukast sem Jónsi stóð algjörlega í fyrir hönd okkar foreldranna. Ég var á myndavélinni og var það eina hlutverk mitt í þessu ævintýri. En svo lá leiðin í sundlaugina til að liðka kelluna fyrir kvöldið eftir kuldan uppi í fjalli. Svo ég læt þetta myndband fylgja færslunni máli mínu til staðfestingar að það sé gott að vera edrú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er hann flottur. Mikið er ég glöð með skíðin.

amma Súsa (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:29

2 identicon

vá hvað hann er duglegur og mikið krútt

metta (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já, hann var sko flottur og systur hans líka

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:14

4 identicon

MEN hvað hann er klár guttinn :D

Barbara Hafey (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:51

5 identicon

Ekkert smá flottur. Bara bráðni bráðn. Kv Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband