24.4.2008 | 09:42
Gleðilegt sumar
Hér í austfjarðasælunni er þoka og kalt á sumardaginn fyrsta en það gerir ekkert til því í sálinni er sól og blíða. Unaðslegt að vakna með krökkunum og fá sér séríós meðan kaffið lekur niður í könnuna. Er ennþá að gera það upp við mig hvort það sé fjöruferð, sjálfstæðiskaffi á Egs eða bíó út í Valhöll sem liggur fyrir í dag. En þar til síðar læt ég þessa mynd fylgja færslu dagsins.
Athugasemdir
sæt mynd af kalla og gleðinlegt sumar
metta (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.