Yndisleg kona

Ég hef aldrei gert neitt skriflegan samning við þessa konu en þegar við hittumst í fyrsta skiptið ákvað ég að hún væri það sem mig vantar. Ég hef reglulegt samband við hana en ekki er alltaf talað um eitt eða neitt en einhvern vegin finnur hún á sér hvað mig vantar. Um daginn leiddi hún mig óafvitandi á síðu sem mig hefur sárlega vantað. Hún bjargaði ekki lífi mínu en það má alveg segja án þess að ýkja að án hennar væri líf mitt innihaldslaust því það er henni að þakka að ég er í bata. Það er henni að þakka að ég vil lifa lífinu lifandi því hún kynnti þann lífstíl fyrir mér. Ég er að tala um sponsann minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:) Gaman gaman að gellan sé í bata :D hehehee....

En hey... ertu ekki bara korter að skjótast á Svalbarðseyri????? 

Við gætum farið í göngutúr með ipod og barnavagn hahaha... :)

barbarahafey (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:27

2 identicon

Hey... þessi er örugglega frábær!

http://xa-speakers.org/pafiledb.php?action=file&id=1173

barbara (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Það var æðislegt að sjá uppáhaldsversið mitt fyrir ofan myndina af þér. Ég hef oft notað þetta vers mér til hjálpar. Við sigrum allt ef við trúum á Drottinn Jesús.

Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 8.5.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband