Komin í heim í stutt stopp...

Við erum loksins komin heim en vermirinn er skammvinnur því við munum rjúka af stað aftur eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí. En er á meðan er.

Ég er ekki ennþá búin að redda kökunni eða blómunum þrátt fyrir miklar og góðar tilraunir til slíks á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara hægara sagt en gert að redda slíku með strumpastrætóinn stútfullan af heimtufrekum börnum og fordekruðum hundi og eiginmannsefnið fjarri góðu gamni lengst vestur í Djúpi og úti í eyju að tína dún. Þar var hann (næstum því) einn með Móðir Náttúru, rafmagnslaus og símasambandslaus (nema frá er talinn einn fermeter af eyjunni sem hann forðaðist eins og heitan eldinn) og með ekkert rennandi vatn. Þrátt fyrir að koma þaðan með ristilssýkingu (sem er uppsprottið af gamalli hlaupabólu) var hann furðu úthvíldur. Á meðan reyndi ég af öllum mætti að redda spariskóm á liðið, kökunni, blómunum, skreytingunum, gestabókinni og fleiru. Og nú þegar við erum loksins komin heim (með eitt barn eftir), hlakka ég til að hlaða rafhlöðurnar fyrir brúðkaupið og vera hérna heima í rólegheitum. Við skildum börn eftir í næstum öllum landshlutum. Það eru ýkjur en sagan er betri sögð þannig. Sesselja varð eftir hjá Þórunni frænku á Sigló, tvíbbarnir voru síðan eftir hjá mömmu. Ég býst við að sækja þær stútfullar af dekri og gerspilltar en það er seinnitíma vandamál því það eru 14 dagar þangað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband