Back 2 basic

Ég ákvað í gær að hlusta á sponsann minn (að vísu ráðlagði hún mér þetta fyrir löngu síðan en ég er svolítið sein að fatta) og fara út að ganga með speaker í eyrunum. Það var akkúrat það sem ég þurfti. Ég er búin að vera að stressa mig á þessum brúðkaupsundirbúningi allt of mikið og var hætt að sofa fyrir stressi og kvíða. En í gær semsagt fór ég út með Earl í eyrunum og svaf eins og barn í alla nótt og fór ekki á fætur fyrr en upp úr hádegi. Jónsi fór með hinn konunglega á leikskólann einhverntíma í morgun og ég rumskaði ekki einu sinni við það. Ég er ekkert búin að heyra í konunni með brúðarblómin en ég ætla að tala við hana á mánudaginn, ef það klikkar geng ég inn gólfið með birkihríslu í hendinni. Ég er að velta fyrir mér með búningana á okkur, hvort ég ætti að bruna suður og máta stóru stelpurnar í sína aftur (þar sem það var ansi tæpt fyrir mánuði síðan), eða hvort ég eigi að láta það reddast og biðja tengdó um að kippa þeim bara með sér þegar þau bruna af stað. Gunnhildur er sveitt yfir brúðartertunni þannig að ég slapp við það vesin og treysti henni fullkomlega fyrir þessu. Maðurinn með salinn og gistinguna segist redda þessu en ég kem á staðinn  á laugardeginum og redda því sem reddað verður þá áður en brunað verður á æfingu með séranum. Vona að hann eigi bara nógu mikið af kaffibollum, kökudiskum og göfflum handa okkur. Meginatriðið er að það er nóg pláss fyrir þá sem við viljum hafa með okkur þennan dag hvort sem það verður gist í húsi eða tjaldi og hvort sem fólk hefur sturtu og klósett nálægt sér eður ei. Og tilgangurinn með þessum degi er að fá þessa nánustu ættingja og vini til okkar og samgleðjast okkur þegar við göngum inn kirkjugólfið. Það þarf eitthvað meiriháttar að klikka ef kirkjan mun ekki standa uppi eftir rúma viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn

Dúllan mín, gott að þú gast sofið og ég mæli með að þú haldir þessu áfram svo að þú verðir ekki á eitthverri stofnun útaf svefnleysi þegar stóri dagurinn rennur upp  

Og svo bara bjallaru ef þig vantar kaffibolla eða eitthvað, ég verð þarna í næsta nágrenni

Ingunn , 27.6.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband