Loksins eitthvað föndur!!!

Ég gerði loksins eitthvað af viti í þessum blessaða skrappskúr mínum. Þetta er nafnaskilti á hurðina hjá lítilli vinkonu sem verður 2ja ára á morgun. Þetta er Cheeriospakki klipptur til og klæddur, stimplaður og sandaður og blekaður kanturinn. Fuglinn í laufinu er á 3D púðum. Blómið er tvískipt og á 3d púðum líka (tvennskonar þykkt). Fiðrildið er einnig á 3D og það kemur út eins og það sé oní blóminu. Stelpan er þrístimpluð, vængirnir neðst, svo kjóllinn ofan á þá og svo andlit, hendur og bangsinn ofan á það en engin þrívídd fyrr en í restina þannig að hún er öll aðeins frá bakgrunninum. Nafnaskiltið í skiltinu sjálfu er handklippt úr BG pp og stimplað með einhverjum stafastimplum sem ég gróf upp í skúrnum...og stimplum (flugurnar, blómin og skýin) sem ég keypti hjá Fríðu einhverntíma læv!! Svo skellti ég tveimur bjöllum í spotta niður úr skiltinu til að foreldrar heyri þegar hurðin er opnuð á nóttunni.


Og hér er svo mynd af þessu: heildarmynd

nærmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband