Kvíði

Það þyrmdi yfir mig í nótt að það styttist í haustið. Með haustinu kemur skólinn. Með skólanum koma útgjöld. Ég hef ekki áhyggjur af Litla-Karli því mamma gaf honum útigalla í jólagjöf í fyrra og við erum nýbúin að kaupa regngalla og stígvél á hann. En stelpurnar eru svo fljótar að stækka að þær vantar allt. Og með því að segja allt meina ég allt; úlpur, kuldaskó, hlífðarbuxur, íþróttaföt, íþróttaskó, stílabækur, skólatöskur og á ég að halda áfram? Og því miður er ekki hægt að kaupa bara eitthvað af þessu fyrir þær því þær eru farnar að hafa skoðun á þessum hlutum! Ansans vesin er ég búin að koma mér í með því að eiga öll þessi börn!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn

Hahahaha vesen Hulda mín

Ingunn , 25.7.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Úff!!!!! Kannast vel við þetta........Luck to you

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 27.7.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband