11.8.2008 | 19:26
Nostalgía...
Var að fara yfir gamalt dót. Mig vantar nefnilega armböndin frá spítalanum þegar tvíburarnir fæddust því ég fékk hugmynd að smá skrappi. Það kennir ýmissa grasa í kössum hjá mér sko... t.d. fann ég fyrsta uppsagnarbréfið sem ég man vel eftir að hafa fengið, það var daginn sem himininn hrundi. Ástarsorgin var algjör en hann útskýrir nú í bréfinu að þetta sé ekki mér að kenna *niðurbældurhlátur* heldur sé hann bara ekki hrifinn af mér lengur. Og svo dagbækur frá því að ég var með unglingaveikina og guð minn góður hvað allir voru vondir við aumingjans mig!! Þvílíkt sem móðir mín var ósanngjörn og gamaldags... guði sé lof að ég er ekki svoleiðis mamma *hóst*. Einnig rakst ég á fleiri fleiri bréf sem ég og Jóna vinkona skrifuðum hvor annari. Það sem við erum fullorðnar og heimspekilegar í þeim skrifum. Bara gaman að þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.