18.8.2008 | 00:45
Feita sveitageit...
Ég hef aldrei haft áhyggjur af þyngdinni minni. Seinast þegar ég hætti að reykja var ég orðin næstum 100 kg eftir 18 mánuði OG með barn á brjósti í einhvern tíma um það leiti. Nú er ég búin að vera hætt að reykja í nokkra mánuði og ég þori ekki að stíga á vigt.... Mottóið mitt að það sé betra að vera feitur en fullur er enn í hávegum haft hjá mér en ég verð að fara að gera eitthvað. Ég hef ekki efni á að kaupa mér föt eftir að Seglagerðin hækkaði verðið hjá sér eftir gengisbreytingarnar.
En að öllu gamni slepptu þá: NEI, ég er ekki ólétt!! Ég er bara að fitna og ég fitna asnalega... Ég fitna í Þ!
Athugasemdir
Matarræði og hreyfing baby... Eða kannski bara koma og fasta með mér á spítalanum þegar ég er látin fasta með vökva í æð... Við gætum þá spjallað endalaust mikið...
Ingunn , 19.8.2008 kl. 10:52
Þú ert bara fín eins og þú ert.
Sóley Valdimarsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:05
Æi takk sóley mín... verð að muna það
Huldabeib, 21.8.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.