21.8.2008 | 14:07
Ólympíuleikar...
Guði sé lof að ég sýktist ekki af íþróttabakteríunni... fólk er bara ekki í lagi á meðan á þessum leikum stendur. Ég asnast til að hringja loksins í vini sem hafa verið vanræktir og ég fæ bara óp í eyrað vegna einhvers marks sem einhver gerði og ég tek það fram að Ísland var ekki að keppa! Og svo skammir fyrir að hringja á þessum tíma... mamma mín sagði mér einu sinni að það væri bara rakinn dónaskapur að hringja milli 10 á kvöldin og 9 á morgnanna þannig að ég hélt að ég væri nokkuð seif. En svo fór ég að spá með þessa leika... eldgömul grísk hefð kennd við Olympus fjall. Er þetta þá ekki strangt til tekið fjallasport??
Athugasemdir
Æ æ aumingja þú segi ég nú bara Það er ekkert yndislegra en að horfa á brjálaða handbolta-og fótboltaleiki og margar aðrar íþróttir - ætti kannski að reyna að taka þig í kennslu
En býst nú kannski við að eiginmaðurinn sé búin að reyna - en ef ekki, bara að koma og ég skal kenna þér
Bjarney Hallgrímsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.