21.8.2008 | 21:41
Breytingar, ekki bara breytinganna vegna
Ég held að ég horfi of mikið á svona hönnunarþætti og skoði of mikið af svona innanhúsarkitektastílsdæmum. Mig langar svoooo að breyta hérna, ekkert mikið sko heldur bara að mála og raða húsgögnunum öðruvísi... og kaupa eitt stk svona:
Við höfum nefnilega ætlað að kaupa nýja tölvu fyrir Jónsa minn til að hann geti haft alla sína vinnu og nám í sinni eigin tölvu sem er í friði fyrir tölvuóðri eiginkonunni hans. En þá vantar mig lítið sætt skrifborð fram þar sem við stelpurnar getum haft þessa (sem er að vísu í andarslitrunum). Ég er búin að ákveða stað fyrir skrifborðið sem tölvan á að vera þar sem stóru stelpurnar geta verið í tölvunni undir eftirliti. Við höfum nefnilega eftir langa baráttu gefið msn eftir.
Og með allar hinar breytingarnar þá langar mig í veggfóður á milli skápanna í eldhúsinu og mála stofuna öðruvísi og ganginn líka og svefnherbergin og og og og... Nei, ég er ekki ólétt heldur er þetta skammdegið að nálgast ÓÐFLUGA.
Athugasemdir
Hm, hmmmmmm, þú ert grunsamlega OFT að ítreka ekki óléttu........ Hmmmm!!!
tengdó (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.