Kvart og kvein...

Það var heilsíða í mogganum í gær þar sem þrjú sveitafélög þökkuðu traustið. Reykjanesbær, Garðabær og Seltjarnarnes eru með ánægðustu íbúana. Ég er nú ekki pólitísk og er reyndar í kröggum með hvar ég stend í þeirri tík... Eeen mitt sveitarfélag eyddi 300 milljónum + til að sannfæra landann um að Fjarðabyggð væri góður staður til að vera á. Og ég spyr bara eins og fávís kona sem ég kannski er en í hvað fóru þessir aurar eiginlega?

Ég get ekki sagt með góðri samvisku að bæjarfélagið mitt sé góður staður til að búa á því ég þarf að keyra inn á Reyðarfjörð eða yfir á Norðfjörð í flest alla þjónustu. Þótt náttúran sé yndisleg þá er hellingur af henni um allt land....kannski er maður bara dekraður með það en ég tel Móður Náttúru ekki til kosta né galla bæjarfélaga.

Ég get jafnvel montað mig af því að hér eru ekki langir biðlistar eftir leikskólaplássi en á móti kemur það að barnafjölskyldur eru ekki að sækja mikið í að flytja hingað.

Ég get ekki sagt að ég sé ánægð með skipulagsmálin... tökum bara framkvæmdir á íþróttavellinum og umhverfi sundlaugarinnar hérna til dæmis.

Ég er þokkalega ánægð með þjónustu grunnskólans þó því ég veit að þar er allt gert sem í þeirra valdi stendur þegar þannig ber á en hnífurinn stendur kannski í kú einhvers staðar annars staðar þegar á þarf að halda.

Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar get ég ekki samþykkt. Ég er ekki íþróttalega sinnuð en hins vegar hef ég leyft börnunum að prófa og ég er ekki alveg sátt með fyrirkomulagið þar.

Ánægja með þjónustuna á heildina litið.... nei, ekki svo. Dvalarheimili aldraðra er löngu búið að sprengja utan af sér húsnæðið, lóð hefur verið úthlutað og peningar eyrnamerktir en svo hvað? Sjúkraþjálfar eru nokkrir í Fjarðabyggð en aðstaða fyrir þá hérna á Esk er mjöööög bágborin. Skólasálfræðingar eru kaffærðir í verkefnum þannig að úr verður einn stór bunki af óútkljáðum málum. Félagsmálaþjónustan bendir einstæðum mæðrum að borða bara heima hjá mömmu og pabba. Og ég gæti talið upp fleiri mál sem félagsþjónustan stendur sig ekki í en ég nenni því ekki.

 Ánægja með umhverfismál... ég get ekki alveg samþykkt það heldur því ég veit ekki betur en að Hólmanesið sé friðað en þar er verið að leggja nýjan veg.

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur er ekki á þessu heimili. Ég hef þurft á aðstoð að halda vegna barns og hjálpin kom seint og illa og vegna hins barnsins var ekkert gert í málunum og þar er kominn glæpon.

Ánægja með þjónustu leikskóla jú.... ég er þokkalega sátt við leikskólann líka því ég er nú með eitt barn þar og það gengur vel. Hann þarf að vísu ekki á iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða sjúkraþjálfa að halda...

 

Og nú hef ég talið upp öll þau atriði sem íbúar Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarness eru ánægð með en ekki ég sem íbúi Fjarðabyggðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Bara sammála með allt ofanritað - og ekki gleyma því að félagsþjónustan hjálpar þeim helst sem gera ekkert í sínum málum, kunna á kerfið og reyna ekki að redda sér á nokkurn hátt - og ég fer stundum í mat til pabba, það voru skilaboðin til mín...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband