17.12.2006 | 00:36
Hérastubbur bakari.
Það er staðið í stórræðum á heimilinu þessa stundina. Það er búið að baka hér kleinur og kanelsnúða. Að vísu eru kleinur steiktar en uppskriftin hljóðaði upp á 2 kg af hveiti þannig að þær ættu að endast fram á þriðjudag. Kanelsnúðarnir eru nú vel faldir í bauk upp á skáp í eldhúsinu, þar sem þeir sjást ekki endast þeir í einhverja daga. Ég er að vinna á morgun en svo er ég komin í tveggja daga frí og ég er búin að skipuleggja þá daga í bak og fyrir. Seinasti séns á að koma jólakortum og pökkum frá sér er á þriðjudaginn þannig að ég verð að hafa hraðar hendur í innpökkuninni á mánudaginn. Svo eru jólaböllinn hjá börnunum mínum á þriðjudaginn, klukkan tíu um morguninn á leikskólanum en hálfþrjú í grunnskólanum. Ég hlakka til að mæta og sjá börnin mín í jólaskrúðanum dansa í kringum jólatréð. Og að sjálfsögðu mæti ég galvösk með nýju myndavélina mína sem "ég" fékk í jóla- og afmælisgjöf frá Gunnu frænku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.